Skilaboðin þín voru send

Currently unavailable until further notice. Thank you for understanding. If you have any questions, please contact us at info@hrifunesnaturepark.is

Persónuverndarstefna

Persónuverndarstefna

Um persónurverndarstefnuna
Hrífunes Nature Park meðhöndlar persónulegar upplýsingar, m.a. þegar þú bókar dvöl eða notar þjónustu Hrífunes Nature Park. Fyrir neðan getur þú fundið upplýsingar um meðhöndlun á persónuupplýsingum. Skyldir þú hafa spurningar skaltu ekki hika við að hafa samband og við svörum eins fljótt og mögulega hægt er.

Fyrirtækið sem meðhöndlar persónupplýsingar
Fyrirtækið okkar Hrafnshóll ehf, Reykjarvíkurvegi 64, 220 Hafnarfirði, S: 6807141, veffang info@hrifunesnaturepark.is, ber ábyrgð á vinnslu á öllum persónuupplýsingum sem viðkoma bókun og öðrum kerfum. Fyrirtækið sér um einnig um vinnslu á fréttabréfi til viðskiptavina og fleiri tengilliða.

Persónuupplýsingar sem tengjast bókun og dvöl
Við bókun í Hrífunesi, sem er framkvæmd af þér eða öðrum notum við persónuupplýsingar sem við þurfum til þess að klára bókunina eða kaup á þjónustu. Þetta eru upplýsingar sem við höfum fengið beint frá þér eða í gegnum ferðaþjónustu. Við meðhöndlum upplýsingar eins og kreditkortaupplýsingar, persónuupplýsingar, símanúmer og heimilisfang. Við munum einnig meðhöndla aðrar upplýsingar sem þú gætir hafa gefið okkur sem tengjast dvöl þinni. Það gæti t.d. verið upplýsingar um ofnæmi eða sérþarfir á meðan dvöl stendur.

Við skráum niður öll kaup og bókanir sem þú hefur gert hjá okkur, til þess að vera fær um að útvega þá þjónustu og greiða fyrir hana. Við vinnum þessar upplýsingar eins lengi og þörf er á til þess að uppfylla bókunarsamning og eins lengi og lög og reglugerðir krefjast til.

Persónuupplýsingar í markaðslegum tilgangi
Ef þú skráir þig í fréttabréfið okkur munum við geyma póstfangið þitt og senda þér fréttir og tilboð. Þú getur alltaf látið fjarlægja þig af póstlistanum.

Dreifing á persónuupplýsingum
Við munum ekki dreifa neinum persónuupplýsingum með þriðju aðilum nema að þú hafir beðið um það eða gefið leyfi fyrir því. Frávik að þeirri reglu gæti verið ef bein skipun er gerð af hálfu ríkisstjórnar eða lögreglu. Notkun á hugbúnaði sem vinnur persónuupplýsingar telst ekki dreifing á persónuupplýsingum.

Kökur
Til þess að bæta notendaupplifun á vefsíðunni notum við kökur. Kaka er gagnaskrá sem er hlaðið niður í tækið sem þú notar til þess að skoða vefsíðuna. Það hjálpar okkur að sjá hvaða undirsíður eru heimsóttar á okkar eigin síðu. Með því að nota síðuna okkar samþykkir þú notkun á kökum. Einn valmöguleiki er að slökkva á kökum í vafraranum. Í sumum tilvikum takmarkar það notagildi vefsíðunnar.

Breytingar á persónuverndarstefnu
Skilmálar þessarar persónuverndarstefnu verður breytt reglulega. Það verður gert þegar reglugerðum verður breytt eða ríkisstjórn krefst þess af okkar hálfu.