Skilaboðin þín voru send

Currently unavailable until further notice. Thank you for understanding. If you have any questions, please contact us at info@hrifunesnaturepark.is

NÁTTÚRUPERLUR

Fjadrargljufur has a rich history and is one of icelands most popular tourist attractions near hrifunes nature park
HIÐ 9000 ÁRA GAMLA

FJAÐRÁRGLJÚFUR

Í norðaustur frá Hrífunesi, á Síðu, austan við Skaftáreldahraun, er Fjaðrárgljúfur, eitt af fegurstu náttúruundrum landsins. Gljúfrið hefur lengi verið mjög vinsæll áfangastaður ferðamanna en vinsældirnar jukust þó enn til muna eftir eftir að kanadíska poppstirnið Justin Bieber tók þar upp tónlistarmyndband sem hefur fengið 380 milljón áhorfa.

Fjaðrárgljúfur er um tveggja kílómetra langt og 30 metra djúpt og er afar tilkomumikið að sjá. Talið er að gljúfrið hafi orðið til við náttúruhamfarir fyrir um níu þúsund árum. Fjaðrá hefur væntanlega grafið gljúfrið hægt og rólega gegnum móbergið en hún kemur innan af Geirlandshrauni og rennur í Skaftá. Fjaðrá er nú lítil og meinleysisleg bergvatnsá og er ljóst að hún hefur breyst verulega í tímans rás. Endur fyrir löngu hefur áin verið mun stærri og hefur með hjálp sands og aurs frá jökli sorfið niður hjallana og myndað þetta mikilfenglega gljúfur. Fjaðrárgljúfur er veggbratt, hlykkjótt og sums staðar þröngt. Í bergveggjunum eru ýmsar gerðir móbergs, gosösku, þursaberg og kleggja úr þéttara basalti. Fyrir utan náttúrufegurð gljúfursins má einnig finna margt annað sem gleður auga og huga. Fuglar, plöntur, veður, vatn og berg spila hér saman til þess að mynda einstaka náttúruperlu sem er einungis um 25 mínútna akstur frá Hrífunesi.

HEIMILI DVERGANNA

DVERGHAMRAR

Á Síðu, allnokkru lengra til austurs en Fjaðrárgljúfur, austan við Kirkjubæjarklaustur, eru Dverghamrar, sérkennilegir og fagurlega formaðir stuðlabergshamrar úr blágrýti. Þar mynda tvær klettaborgir eins konar skeifu eða kví úr stuðlabergi. Talið er að Dverghamrar séu fornir sjávarhamrar og sjávarbrim hafi þvegið laust móberg ofan af stuðlaberginu og myndað þetta djásn náttúrunnar. Ofan á stuðlunum er kubbaberg en landslagið er talið hafa tekið á sig þessa mynd við lok ísaldar. Þá stóð sjávarmál hærra en nú er og talið er að brimsvörfun hafi valdið sérkennilegu útliti hamranna. Frá Dverghömrum er fallegt útsýni til byggðarinnar á Síðu þar sem mörgum þykja vera einhver fallegustu bæjarstæði á Íslandi.

Dverghamrar eru vandlega merktir við þjóðveginn en á skiltinu vekur athygli teikning Erlu Stefánsdóttur álfafræðings af 20 til 30 sentímetra háum dverg sem hún segir að búi í hömrunum. Munu menn lengi hafa trúað því á þessum slóðum að hulduverur og álfakyn, sérstaklega dvergar, byggju í klettunum og eru þeir nokkurs konar fjölbýlishús þessa ósýnilega smáfólks.

Umhverfi hamranna er gróið og fagurt. Ekki er úr vegi að rölta þar um og leggja við hlustir ef dvergar skyldu hefja upp raust sína í hömrunum. Margvísleg birtingarform stuðlabergsins sjást í hömrunum, bæði stuðlagólf, reglulegir veggir og hallandi súlur sem slúta fram í brekkunni. Er svæðið því tilvalið fyrir lautarferð til þess að kynnast fegurð íslenskrar náttúru og um leið skemmtilegri álfasögu.

Dverghamrar is a natural wonder near kirkjubaejarklaustur which is a 30 minute drive from hrifunes nature park hotel
Dverghamrar is a natural wonder near kirkjubaejarklaustur which is a 30 minute drive from hrifunes nature park hotel
HEIMILI DVERGANNA

DVERGHAMRAR

Á Síðu, allnokkru lengra til austurs en Fjaðrárgljúfur, austan við Kirkjubæjarklaustur, eru Dverghamrar, sérkennilegir og fagurlega formaðir stuðlabergshamrar úr blágrýti. Þar mynda tvær klettaborgir eins konar skeifu eða kví úr stuðlabergi. Talið er að Dverghamrar séu fornir sjávarhamrar og sjávarbrim hafi þvegið laust móberg ofan af stuðlaberginu og myndað þetta djásn náttúrunnar. Ofan á stuðlunum er kubbaberg en landslagið er talið hafa tekið á sig þessa mynd við lok ísaldar. Þá stóð sjávarmál hærra en nú er og talið er að brimsvörfun hafi valdið sérkennilegu útliti hamranna. Frá Dverghömrum er fallegt útsýni til byggðarinnar á Síðu þar sem mörgum þykja vera einhver fallegustu bæjarstæði á Íslandi.

Dverghamrar eru vandlega merktir við þjóðveginn en á skiltinu vekur athygli teikning Erlu Stefánsdóttur álfafræðings af 20 til 30 sentímetra háum dverg sem hún segir að búi í hömrunum. Munu menn lengi hafa trúað því á þessum slóðum að hulduverur og álfakyn, sérstaklega dvergar, byggju í klettunum og eru þeir nokkurs konar fjölbýlishús þessa ósýnilega smáfólks.

Umhverfi hamranna er gróið og fagurt. Ekki er úr vegi að rölta þar um og leggja við hlustir ef dvergar skyldu hefja upp raust sína í hömrunum. Margvísleg birtingarform stuðlabergsins sjást í hömrunum, bæði stuðlagólf, reglulegir veggir og hallandi súlur sem slúta fram í brekkunni. Er svæðið því tilvalið fyrir lautarferð til þess að kynnast fegurð íslenskrar náttúru og um leið skemmtilegri álfasögu.

Reynisfjara, beautiful but dangerous. One of icelands most popular tourist attractions near hrifunes nature park holiday apartments
HIÐ FORNA OG LEYNDARDÓMSFULLA

REYNISFJALL & FJARA

Reynisfjall er 340 m hátt og gnæfir yfir Vík í Mýrdal. Það er úr móbergi með basaltbeltum og gengur fram að sjó. Framan við Reynisfjall rísa úr sjó Reynisdrangarnir frægu. Þjóðsaga segir að þeir hafi orðið þannig til að tvö nátttröll hafi ætlað að draga þar þrímastrað skip að landi en orðið að steini þegar sólin skein á þau. Drangarnir eru fjórir talsins, sá hæsti er 65 metrar, og hefur aðeins einu sinni verið klifinn að því er sagt er.

Brattur bílvegur liggur upp á fjallið neðan úr þorpinu í Vík. Vegurinn var lagður þegar bandaríski herinn starfrækti lóranstöð á Reynisfjalli og er sagður vera brattasti fjallvegur á Íslandi. Það er vissulega stór fullyrðing en allir minni bílar með fjórhjóladrif eiga að komast upp á fjallið ef gætni er viðhöfð. Þar uppi standa enn mannvirki frá tímum Bandaríkjahers - full af ýmsum fornminjum frá fyrri tímum. Fúin og brotin skrifborð liggja á hliðinni innan um ryðgaða ísskápa en síðurnar í leiðarvísum með flóknum eftirlitstækjum blakta í golunni. Víglína kalda stríðsins lá þvert um fjallið því að lórankerfið var miðunarkerfi sem gerði kafbátum kleift að staðsetja sig í hafdjúpunum, ekki ólíkt og GPS-kerfin sem margir þekkja nú. Það er tilvalið að fara í gönguferð upp á Reynisfjall og kynna sér þær fornminjar sem þar eru og njóta útsýnisins yfir drangana.

Vestan við fjallið er svo hægt að heimsækja einn af eftirsóttustu ferðamannastöðum landsins, Reynisfjöru. Á móti þeim sem heimsækja fjöruna tekur við hafsaugað, víðátta af kolsvartri fjöru, Reynisdrangarnir fjórir og stór stuðlabergsveggur. Fjaran þykir afar fögur en fegurðinni fylgir mikil hætta. Þrátt fyrir ógleymanlegt sjónarspil er hafaldan óútreiknanleg og dregur fólk í brimið ef ekki er varlega farið. Það hefur því miður gerst.

Hin kynngimagnaða gossprunga

ELDGJÁ

Í norðvestur frá Hrífunes Nature Park má finna Eldgjá, gossprungu á Skaftártunguafrétti. Eldgjá er einstakt náttúrufyrirbæri og þótt víðar væri leitað en sprungan myndaðist í stórgosi sem hófst árið 934. Eldgjá er er eldstöð eins og nafnið ber til kynna en hún er ekki hefðbundið eldfjall né sprengigígur.

Í veggjum Eldgjár eru neðri berglögin úr móbergi og jökulbergi sem er ríkjandi bergtegund á svæðinu. Hraunið ber ummerki þess að það hafi orðið til í gosi með háum og miklum kvikustrókum. Með því fylgja áhugaverð litaafbrigði í berginu sem gera gjána einstaka ásýndar.

Heildarlengd Eldgjár er um 30 kílómetrar og má finna sterkustu gjáreinkennin nyrst við Gjátind og suður við Landmannaleið. Þau svæði eru vinsælust meðal ferðamanna til að skoða en þar er gjáin um 300 til 600 metra breið og 100 til 150 metra djúp. Af Gjátindi er gott útsýni yfir Eldgjá, til fjalla við Langasjó, Fjallabak og á Síðumannaafrétti með Lakagígum og er skemmtileg ganga þangað upp. Frá áningarstað má ganga að Ófærufossi sem er mikilfenglegt sjónarspil í ánni Nyrðri-Ófæru en einnig liggur vegslóði upp á austurbarm Eldgjár.

Eldgja one of icelands foremost nature hot spots and is near hrifunes nature park hotel
Eldgja one of icelands foremost nature hot spots and is near hrifunes nature park hotel
Hin kynngimagnaða gossprunga

ELDGJÁ

Í norðvestur frá Hrífunes Nature Park má finna Eldgjá, gossprungu á Skaftártunguafrétti. Eldgjá er einstakt náttúrufyrirbæri og þótt víðar væri leitað en sprungan myndaðist í stórgosi sem hófst árið 934. Eldgjá er er eldstöð eins og nafnið ber til kynna en hún er ekki hefðbundið eldfjall né sprengigígur.

Í veggjum Eldgjár eru neðri berglögin úr móbergi og jökulbergi sem er ríkjandi bergtegund á svæðinu. Hraunið ber ummerki þess að það hafi orðið til í gosi með háum og miklum kvikustrókum. Með því fylgja áhugaverð litaafbrigði í berginu sem gera gjána einstaka ásýndar.

Heildarlengd Eldgjár er um 30 kílómetrar og má finna sterkustu gjáreinkennin nyrst við Gjátind og suður við Landmannaleið. Þau svæði eru vinsælust meðal ferðamanna til að skoða en þar er gjáin um 300 til 600 metra breið og 100 til 150 metra djúp. Af Gjátindi er gott útsýni yfir Eldgjá, til fjalla við Langasjó, Fjallabak og á Síðumannaafrétti með Lakagígum og er skemmtileg ganga þangað upp. Frá áningarstað má ganga að Ófærufossi sem er mikilfenglegt sjónarspil í ánni Nyrðri-Ófæru en einnig liggur vegslóði upp á austurbarm Eldgjár.

GÁTT FULL AF LEYNDARDÓMUM

DYRHÓLAEY

Dyrholaey a natural wonder near hrifunes nature park in the south of iceland

Dyrhólaey er einstakur móbergsstapi skammt til vesturs frá Reynisfjalli og vísar heiti hennar til gatsins fræga sem hefur fyrir löngu myndast í Tóna, fremsta hluta þessa um 120 m háa klettahöfða. Dyrhólaey hefur lengst af verið syðsti tangi landsins frá því að jökulfljót tengdu eyna við fastalandið á síðustu ísöld. Dyrhólaey var friðlýst árið 1978 sem tryggði öryggi lundabyggðinni miklu sem er á eynni.

Dyrhólaey skiptist í tvennt, Háey að vestan en Lágey að austan. Hún er að mestu girt hömrum nema á litlum kafla að norðanverðu. Vestan eyjunnar eru Dyrhólahverfisfjörur sem tengja eyjuna landi og undir björgum hennar rís Hildidrangur úr fjöruborðinu.

Dyrhólaey er talin um 100 þúsund ára gömul, mynduð á síðasta hlýskeiði ísaldar. Hún varð til við eldgos í sjó. Talið er að gosin hafi verið tvö og hófst fyrra gosið vegna gossprungu austanvert við eyna. Þá gaus einungis gjósku og hafrótið át eylendið sem myndaðist til agna. Síðar varð mun stærra gos vestar sem hófst væntanlega með mikill sprengivirkni. Þegar leið á gosið fór eyja að rísa úr hafinu og komst sjór ekki lengur í gígrásina. Hraunið hélt þá áfram að renna úr hafsbotni og tryggði það eyjunni varanlega tilvist. Talið er að eyjan hafi upphaflega verið töluvert stærri en hún er núna en brimrót og ísaldarjöklar hafa molað úr henni með tímanum.

Dyrholaey a natural wonder near hrifunes nature park in the south of iceland
GÁTT FULL AF LEYNDARDÓMUM

DYRHÓLAEY

Dyrhólaey er einstakur móbergsstapi skammt til vesturs frá Reynisfjalli og vísar heiti hennar til gatsins fræga sem hefur fyrir löngu myndast í Tóna, fremsta hluta þessa um 120 m háa klettahöfða. Dyrhólaey hefur lengst af verið syðsti tangi landsins frá því að jökulfljót tengdu eyna við fastalandið á síðustu ísöld. Dyrhólaey var friðlýst árið 1978 sem tryggði öryggi lundabyggðinni miklu sem er á eynni.

Dyrhólaey skiptist í tvennt, Háey að vestan en Lágey að austan. Hún er að mestu girt hömrum nema á litlum kafla að norðanverðu. Vestan eyjunnar eru Dyrhólahverfisfjörur sem tengja eyjuna landi og undir björgum hennar rís Hildidrangur úr fjöruborðinu.

Dyrhólaey er talin um 100 þúsund ára gömul, mynduð á síðasta hlýskeiði ísaldar. Hún varð til við eldgos í sjó. Talið er að gosin hafi verið tvö og hófst fyrra gosið vegna gossprungu austanvert við eyna. Þá gaus einungis gjósku og hafrótið át eylendið sem myndaðist til agna. Síðar varð mun stærra gos vestar sem hófst væntanlega með mikill sprengivirkni. Þegar leið á gosið fór eyja að rísa úr hafinu og komst sjór ekki lengur í gígrásina. Hraunið hélt þá áfram að renna úr hafsbotni og tryggði það eyjunni varanlega tilvist. Talið er að eyjan hafi upphaflega verið töluvert stærri en hún er núna en brimrót og ísaldarjöklar hafa molað úr henni með tímanum.

Landmannalaugar a beautiful area near hrifunes nature park hotel in the south of iceland
ÖNNUR PLÁNETA?

LANDMANNALAUGAR

Landmannalaugar eru nú á dögum fjölsóttasti áfangastaðurinn á hálendi Íslands, bæði af innlendum og erlendum ferðamönnum. Margir þekkja Landmannalaugar en fjölbreytninni og andstæðunum í landslaginu er erfitt að gleyma. Fjöldi gönguleiða er um nágrenni Landmannalauga. Ýmis fyrirtæki eru með skipulagðar ferðir um svæðið og þar eru vel útbúin tjaldsvæði ásamt salernisaðstöðu. Það þykir vinsæl dagsferð að kynna sér klettaborgir, djúpa dali og hraunbreiður svæðisins og enda að lokum daginn í heitri laug.

Landmannalaugum er mynduð úr rennsli úr heitum uppsprettum við jaðar Laugahrauns sem blandast köldu grunnvatni er sprettur undan hrauninu. Lág stífla í læknum myndar þægilegt baðsvæði sem tekur við tugum manna við kjörhitastig. Á vetrum er laugin að jafnaði heitari en á sumrin en ylurinn gerir það að verkum að gróður í kringum laugarnar er fjölskrúðugari en búast mætti við í 600 metra hæð. Á meðan setið er í makindum í lauginni er hægt að virða fyrir sér mýrajurtir, smárabreiður og lyfjagrös sem vekur gleði þeirra sem eru áhugasamir um plöntulíf.

ÓGLEYMANLEG GÖNGULEIÐ

ÞÓRSMÖRK

Thorsmork is one of icelands most popular hiking spots, near hrifunes nature park cabins in south iceland

Þórsmörk er náttúruparadís í faðmi fjalla og jökla, norðan Eyjafjallajökuls og vestan Mýrdalsjökuls. Jarðlög í Þórsmörk, sem einkenna útlit hennar, eru úr móbergi og hrúguðust upp á ísaldartíma. Þau eru sorfin af jöklum og straumvötnum sem þarna hafa mótað fjölbreytt landslag. Við fyrstu sýn er það hrjúft; ágeng jökulvötn, fjöll og firnindi, gljúfur, standklettar og skriðjökulsporðar en á svæðinu má einnig finna ótrúlega gróðursæld. Þar eru lækir og fossar sem hripa niður eftir lóðbeinum veggjum mosaklæddra gljúfra og kletta. Skógar, kjarr og graslendi klæða dali, hæðir og hamra. Þarna eru því kjöraðstæður fyrir fuglalíf sem þrífst árið um kring.

Þakka má gróðursæld í Þórsmörk það að svæðið er af náttúrunnar hendi varið fyrir búfé af torfærum ám og jöklum. Á nítjándu öld ráku bændur úr Fljótshlíð fé á Þórsmörk til beitar og þeir stunduðu einnig skógarhögg á svæðinu. Skógurinn í Þórsmörk var því illa farinn af beit en í byrjun 20. aldar og í kjölfar Kötlugoss 1918 var Þórsmörk beitarfriðuð og falin Skógrækt ríkisins til umsjónar.

Þórsmörk er eitt vinsælasta útivistarsvæði á Íslandi. Þangað sækir fjöldi fólks á öllum tímum ársins til að njóta stórbrotinnar náttúru og létta af sér áhyggjum, fjarri skarkala umheimsins. Þar eru fjöldamargar gönguleiðir, til dæmis er hægt að ganga á Eyjafjallajökul, ganga hinn þekkta Laugaveg til Landmannalauga eða um Fimmvörðuháls til Skóga. Einnig eru fjölbreyttar styttri gönguleiðir innan svæðisins og mætti þar sem dæmi nefna göngu í Litlaenda, í Stóraenda eða á Valahnúk. Veðurfarið er notalegt og hlýtt, betra en gengur og gerist á Suðurlandi, vegna hárra fjalla sem umkringja svæðið og vernda það fyrir úrkomuskýjum

Thorsmork is one of icelands most popular hiking spots, near hrifunes nature park cabins in south iceland
ÓGLEYMANLEG GÖNGULEIÐ

ÞÓRSMÖRK

Þórsmörk er náttúruparadís í faðmi fjalla og jökla, norðan Eyjafjallajökuls og vestan Mýrdalsjökuls. Jarðlög í Þórsmörk, sem einkenna útlit hennar, eru úr móbergi og hrúguðust upp á ísaldartíma. Þau eru sorfin af jöklum og straumvötnum sem þarna hafa mótað fjölbreytt landslag. Við fyrstu sýn er það hrjúft; ágeng jökulvötn, fjöll og firnindi, gljúfur, standklettar og skriðjökulsporðar en á svæðinu má einnig finna ótrúlega gróðursæld. Þar eru lækir og fossar sem hripa niður eftir lóðbeinum veggjum mosaklæddra gljúfra og kletta. Skógar, kjarr og graslendi klæða dali, hæðir og hamra. Þarna eru því kjöraðstæður fyrir fuglalíf sem þrífst árið um kring.

Þakka má gróðursæld í Þórsmörk það að svæðið er af náttúrunnar hendi varið fyrir búfé af torfærum ám og jöklum. Á nítjándu öld ráku bændur úr Fljótshlíð fé á Þórsmörk til beitar og þeir stunduðu einnig skógarhögg á svæðinu. Skógurinn í Þórsmörk var því illa farinn af beit en í byrjun 20. aldar og í kjölfar Kötlugoss 1918 var Þórsmörk beitarfriðuð og falin Skógrækt ríkisins til umsjónar.

Þórsmörk er eitt vinsælasta útivistarsvæði á Íslandi. Þangað sækir fjöldi fólks á öllum tímum ársins til að njóta stórbrotinnar náttúru og létta af sér áhyggjum, fjarri skarkala umheimsins. Þar eru fjöldamargar gönguleiðir, til dæmis er hægt að ganga á Eyjafjallajökul, ganga hinn þekkta Laugaveg til Landmannalauga eða um Fimmvörðuháls til Skóga. Einnig eru fjölbreyttar styttri gönguleiðir innan svæðisins og mætti þar sem dæmi nefna göngu í Litlaenda, í Stóraenda eða á Valahnúk. Veðurfarið er notalegt og hlýtt, betra en gengur og gerist á Suðurlandi, vegna hárra fjalla sem umkringja svæðið og vernda það fyrir úrkomuskýjum

HOLLYWOOD STJARNAN

JÖKULSÁRLÓN

Um 250 km til austurs frá Hrífunesi er Jökulsárlón sem margir þekkja enda er lónið einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Stórbrotin fegurð lónsins heillar alla sem þangað koma og sigling á lóninu er vinsæl afþreying. Í sumum kvikmyndum, mörgum heimsfrægum, hefur lónið verið notað sem leikmynd en njósnari hennar hátignar, James Bond, og Angelina Jolie eru sennilega frægustu stjörnurnar sem hafa látið ljós sitt skína á sandinum með jakana í baksýn.

Ef mönnum finnst ágangur ferðamanna spilla upplifun sinni má fara í staðinn að öðru fallegu jökullóni stutt frá, eða lóninu við Fjallsá. Þar fljóta tignarlegir jakar á lygnu vatni og mikilfengleg fjöll gnæfa yfir þar sem jökulsporðurinn skríður í áttina að vatninu. Þarna koma fáir og líklegt er að sá sem heimsækir Fjallsárlón snemma dags í kyrru veðri heyri brak í jöklinum sem færir sig nokkra millimetra á dag.

Þjónusta á svæðinu er stöðugt að aukast og er þar er nú rekið kaffihús þar sem boðið er upp á létta hressingu eftir gönguferðir dagsins en til stendur að efla starfsemi á svæðinu enn frekar á komandi árum.

Jokulsarlon one of the many natural wonders on the way to hrifunes nature park in south iceland
Jokulsarlon one of the many natural wonders on the way to hrifunes nature park in south iceland
HOLLYWOOD STJARNAN

JÖKULSÁRLÓN

Um 250 km til austurs frá Hrífunesi er Jökulsárlón sem margir þekkja enda er lónið einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Stórbrotin fegurð lónsins heillar alla sem þangað koma og sigling á lóninu er vinsæl afþreying. Í sumum kvikmyndum, mörgum heimsfrægum, hefur lónið verið notað sem leikmynd en njósnari hennar hátignar, James Bond, og Angelina Jolie eru sennilega frægustu stjörnurnar sem hafa látið ljós sitt skína á sandinum með jakana í baksýn.

Ef mönnum finnst ágangur ferðamanna spilla upplifun sinni má fara í staðinn að öðru fallegu jökullóni stutt frá, eða lóninu við Fjallsá. Þar fljóta tignarlegir jakar á lygnu vatni og mikilfengleg fjöll gnæfa yfir þar sem jökulsporðurinn skríður í áttina að vatninu. Þarna koma fáir og líklegt er að sá sem heimsækir Fjallsárlón snemma dags í kyrru veðri heyri brak í jöklinum sem færir sig nokkra millimetra á dag.

Þjónusta á svæðinu er stöðugt að aukast og er þar er nú rekið kaffihús þar sem boðið er upp á létta hressingu eftir gönguferðir dagsins en til stendur að efla starfsemi á svæðinu enn frekar á komandi árum.

Lakagigar one of icelands magnificent natural wonders near hrifunes nature park hotel
FALLEGIR & ÓGNVEKJANDI

LAKAGÍGAR

Lakagígar eru feiknastór gígaröð á 25 kílómetra langri gossprungu suðvestan Vatnajökuls. Sprungan nær frá jaðri Síðujökuls til Úlfarsdals. Um miðja vegu situr móbergsfjallið Laki á sprungunni og var gígaröðin því nefnd eftir fjallinu.

Fjölmargir gígar eldsprungunnar renna saman en innan í sumum gígum eru svo aðrir minni gígar þannig erfitt er að segja til um fjölda Lakagíga. Eldgosið í Lakagígum 1783 er þyngsta áfall sem íslenska þjóðin hefur orðið fyrir. Það hófst í byrjun sumars og lauk ekki fyrr en í febrúar ári síðar. Af völdum gossins féllu um 75 prósent sauðfjár, 50 prósent hrossa og 40 prósent nautgripa í landinu eða 70 prósent af búpeningi landsmanna. Vegna þessa áfalls varð hungursneyð og mannfellir. Landsmönnum fækkaði um tæp tíu þúsund eða um einn fimmta á tveimur árum.

Hörmungarnar má fyrst og fremst rekja til móðunnar, sem svo var nefnd, en hún var aðallega gosgufur eða lofttegundir sem streymdu úr bergkviku Lakagíga. Reykmökkurinn og gosgufurnar höfðu áhrif á veðurfar, einkum geisla sólar og hitastig. Eftir gosið kólnaði í veðri og rigningin, sem fylgdi í kjölfarið, varð súr af völdum gasmengunar í lofti. Eituráhrif gosgufanna voru þó alvarlegust. Eitraðar lofttegundir loddu við ösku og ryk sem barst frá eldstöðvunum og settist á gróður sem hungraðar skepnurnar átu. Það var of mikill eiturskammtur fyrir dýrin á skömmum tíma. Í rykinu voru efni sem örvuðu beinvöxt. Hraður og ójafn vöxtur hljóp í tennur, bein og liðamót og skepnurnar áttu erfitt með að bíta og ganga. Í kjölfar eitrunarinnar var búfénaður ófær um að nærast og var annaðhvort felldur eða svalt til dauða.

Þó að gígarnir hafi næstum orðið þjóðinni að aldurtila situr eftir stórbrotin náttúrufegurð með einstakri sögu. Gígaröðin situr mosagróin á svörtum söndunum og þykir einstök reynsla að klífa upp á Laka sem er flestum auðveld ganga, litast um og ímynda sér það ótrúlega sjónarspil sem varð þegar gosin áttu sér stað. Á toppnum opnast útsýni yfir þann undraheim sem þetta svæði er. Til norðurs má sjá Skaftá og Fögrufjöll en rétt fyrir aftan þau liggur Langisjór. Vatnajökull blasir við lengra til hægri en beint af augum sést í Lambavatn og Kambavatn.

HINN TÖFRANDI BÆR

VÍK Í MÝRDAL

Mýrdalurinn er sveit andstæðna og stórbrotins landslags. Í Mýrdal rignir oft og rigningin vökvar skærgrænt grasið í bröttum fjallahlíðum en uppi á Mýrdalsjökli verður hún að snjó og veldur því að jökullinn er þakinn ísi. Austan og vestan Mýrdals eru auðnir og miklir sandar sem eru afleiðing jökulhlaupa úr Sólheimajökli og Kötlujökli. Að sumarlagi er Mýrdalurinn þakinn grænu grasi sem er í hrópandi andstöðu við eyðisandana báðum megin, einkum svartan Mýrdalssand. Hvergi annars staðar á Íslandi er grasið grænna og við fyrstu sýn virðist öll sveitin hafa yfir sér þykka skikkju gróðurlita. Jafnvel hamrar móbergsfjalla, hrikaleg gljúfur og naktir hnúkar á hálendinu virðast flauelsmjúkir ásýndar þegar fer að sumra.

Undir Reynisfjalli kúrir Vík í Mýrdal en þrátt fyrir smæðina gegnir þorpið gríðarlega mikilvægu þjónustuhlutverki á Suðurlandi. Vík er þriðji mest sótti ferðamannastaður landsins með hátt í eina milljón ferðamanna sem heimsækja þorpið á hverju ári.

Á fyrri tímum var róið til fiskjar úr fjörunni en sjósókn lagðist af. Hún var erfið og hættuleg þar sem engin hafnaraðstaða er í þorpinu og brimasamt við ströndina. Í þorpinu var einnig rekin þjónusta við bændur í Skaftafellssýslu og örfáa ferðalanga. Á okkar dögum er Vík stærsta miðstöð ferðaþjónustu á Suðurlandi þar sem má finna matvöruverslanir, hótel, áfengisverslun, pósthús, banka, íþróttahús og sundlaug.

Í þorpinu eru alls á annað þúsund gistirými og hefur í kringum gistiþjónustuna sprottið upp fjöldi veitingahúsa þar sem engir tveir staðir eru eins. Það sem helst laðar ferðamenn að svæðinu er magnaðar gönguleiðir, svifvængjaflug og fuglaskoðun auk ýmissa dagsferða sem ferðaþjónustufyrirtæki gera út frá Vík. Þar má nefna jöklaklifur á Sólheimajökli, styttri eða lengri jeppaferðir um svæðið eða vélsleðaferðir á Mýrdalsjökli.

Reynisdrangar one of the many natural wonders on the way to hrifunes nature park hotel
Reynisdrangar one of the many natural wonders on the way to hrifunes nature park hotel
HINN TÖFRANDI BÆR

VÍK Í MÝRDAL

Mýrdalurinn er sveit andstæðna og stórbrotins landslags. Í Mýrdal rignir oft og rigningin vökvar skærgrænt grasið í bröttum fjallahlíðum en uppi á Mýrdalsjökli verður hún að snjó og veldur því að jökullinn er þakinn ísi. Austan og vestan Mýrdals eru auðnir og miklir sandar sem eru afleiðing jökulhlaupa úr Sólheimajökli og Kötlujökli. Að sumarlagi er Mýrdalurinn þakinn grænu grasi sem er í hrópandi andstöðu við eyðisandana báðum megin, einkum svartan Mýrdalssand. Hvergi annars staðar á Íslandi er grasið grænna og við fyrstu sýn virðist öll sveitin hafa yfir sér þykka skikkju gróðurlita. Jafnvel hamrar móbergsfjalla, hrikaleg gljúfur og naktir hnúkar á hálendinu virðast flauelsmjúkir ásýndar þegar fer að sumra.

Undir Reynisfjalli kúrir Vík í Mýrdal en þrátt fyrir smæðina gegnir þorpið gríðarlega mikilvægu þjónustuhlutverki á Suðurlandi. Vík er þriðji mest sótti ferðamannastaður landsins með hátt í eina milljón ferðamanna sem heimsækja þorpið á hverju ári.

Á fyrri tímum var róið til fiskjar úr fjörunni en sjósókn lagðist af. Hún var erfið og hættuleg þar sem engin hafnaraðstaða er í þorpinu og brimasamt við ströndina. Í þorpinu var einnig rekin þjónusta við bændur í Skaftafellssýslu og örfáa ferðalanga. Á okkar dögum er Vík stærsta miðstöð ferðaþjónustu á Suðurlandi þar sem má finna matvöruverslanir, hótel, áfengisverslun, pósthús, banka, íþróttahús og sundlaug.

Í þorpinu eru alls á annað þúsund gistirými og hefur í kringum gistiþjónustuna sprottið upp fjöldi veitingahúsa þar sem engir tveir staðir eru eins. Það sem helst laðar ferðamenn að svæðinu er magnaðar gönguleiðir, svifvængjaflug og fuglaskoðun auk ýmissa dagsferða sem ferðaþjónustufyrirtæki gera út frá Vík. Þar má nefna jöklaklifur á Sólheimajökli, styttri eða lengri jeppaferðir um svæðið eða vélsleðaferðir á Mýrdalsjökli.

SÖGURÍKI BÆRINN

KIRKJUBÆJARKLAUSTUR

A waterfall and icelandic farm on the way to hrifunes nature park in the south of iceland

Í skjóli fagurra fjalla liggur Kirkjubæjarklaustur, smáþorp með miklum trjágróðri sem á sér ríka sögu og þjónustar stórt svæði á Suðausturlandi. Í þorpinu er stunduð verslun og rekin margvísleg þjónusta við íbúa og ferðamenn, svo sem matvöruverslun, áfengisverslun, apótek, heilsugæsla, bifreiðaverkstæði, hárgreiðslustofa, handverksbúð, sýningar og veitingahús. Þar eru einnig glæsileg íþróttamiðstöð, sundlaug og leikvöllur.

Veðursæld á Klaustri er mikil á íslenskan mælikvarða. Veturnir eru mildir en sumrin hlý og sólrík sem laðar að íslenska og erlenda ferðamenn. Landbúnaður, ferðaþjónusta og önnur þjónusta eru helstu atvinnuvegir á svæðinu og hefur ferðaþjónustan sótt í sig veðrið á undanförnum árum, líkt og víðar á Suðurlandi, en þorpið er á miðja vegu á leiðinni frá Vík í Mýrdal að Jökulsárlóni.

Kirkjubæjarklaustur á sér langa og merka sögu. Talið er að fyrir landnám víkinga hafi írskir munkar haft búsetu á Kirkjubæ eins og staðurinn hét þá. Árið 1186 var svo stofnað nunnuklaustur í Kirkjubæ og klausturhald hélst fram til siðaskipta árið 1554. Nunnuklaustrið var mikilsvert fyrir umhverfi sitt og var staðurinn nefndur eftir því í kjölfarið.

Nokkrar náttúruperlur eru í nágrenni Kirkjubæjarklausturs. Meðal þeirra má nefna Systrafoss og Systrastapi en þau nöfn eru einnig frá tíma klaustursins. Þjóðsaga segir að uppi á stapanum, sem er skammt vestan við byggðina á Kirkjubæjarklaustri, sé legstaður tveggja klaustursystra í klaustrinu sem hafi verið brenndar á báli fyrir brot á siðareglum. Önnur hafði selt sig fjandanum, gengið með vígt brauð fyrir náðhúsdyr og lagst með karlmönnum en hin talað óguðlega um páfann. Systrafoss ofan við þorpið rennur úr Systravatni. Er sagt að hann sé nefndur eftir tveimur nunnum úr klaustrinu sem fórust þegar þær reyndu að sækja gullkamb í vatnið. Önnur reyndi að vaða eftir kambinum en hin reið á hesti út í vatnið og týndist þar. Enn fleiri örnefni eru á Kirkjubæjarklaustri sem tengjast sögu klaustursins

A waterfall and icelandic farm on the way to hrifunes nature park in the south of iceland
SÖGURÍKI BÆRINN

KIRKJUBÆJARKLAUSTUR

Í skjóli fagurra fjalla liggur Kirkjubæjarklaustur, smáþorp með miklum trjágróðri sem á sér ríka sögu og þjónustar stórt svæði á Suðausturlandi. Í þorpinu er stunduð verslun og rekin margvísleg þjónusta við íbúa og ferðamenn, svo sem matvöruverslun, áfengisverslun, apótek, heilsugæsla, bifreiðaverkstæði, hárgreiðslustofa, handverksbúð, sýningar og veitingahús. Þar eru einnig glæsileg íþróttamiðstöð, sundlaug og leikvöllur.

Veðursæld á Klaustri er mikil á íslenskan mælikvarða. Veturnir eru mildir en sumrin hlý og sólrík sem laðar að íslenska og erlenda ferðamenn. Landbúnaður, ferðaþjónusta og önnur þjónusta eru helstu atvinnuvegir á svæðinu og hefur ferðaþjónustan sótt í sig veðrið á undanförnum árum, líkt og víðar á Suðurlandi, en þorpið er á miðja vegu á leiðinni frá Vík í Mýrdal að Jökulsárlóni.

Kirkjubæjarklaustur á sér langa og merka sögu. Talið er að fyrir landnám víkinga hafi írskir munkar haft búsetu á Kirkjubæ eins og staðurinn hét þá. Árið 1186 var svo stofnað nunnuklaustur í Kirkjubæ og klausturhald hélst fram til siðaskipta árið 1554. Nunnuklaustrið var mikilsvert fyrir umhverfi sitt og var staðurinn nefndur eftir því í kjölfarið.

Nokkrar náttúruperlur eru í nágrenni Kirkjubæjarklausturs. Meðal þeirra má nefna Systrafoss og Systrastapi en þau nöfn eru einnig frá tíma klaustursins. Þjóðsaga segir að uppi á stapanum, sem er skammt vestan við byggðina á Kirkjubæjarklaustri, sé legstaður tveggja klaustursystra í klaustrinu sem hafi verið brenndar á báli fyrir brot á siðareglum. Önnur hafði selt sig fjandanum, gengið með vígt brauð fyrir náðhúsdyr og lagst með karlmönnum en hin talað óguðlega um páfann. Systrafoss ofan við þorpið rennur úr Systravatni. Er sagt að hann sé nefndur eftir tveimur nunnum úr klaustrinu sem fórust þegar þær reyndu að sækja gullkamb í vatnið. Önnur reyndi að vaða eftir kambinum en hin reið á hesti út í vatnið og týndist þar. Enn fleiri örnefni eru á Kirkjubæjarklaustri sem tengjast sögu klaustursins

Afþreyingamöguleikar í kringum Hrífunes eru endalausir. Ef þú vilt læra meira um svæðið eða hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband.