Skilaboðin þín voru send

Currently unavailable until further notice. Thank you for understanding. If you have any questions, please contact us at info@hrifunesnaturepark.is

UM OKKUR

KYNNING Á

HRÍFUNES NATURE PARK

Hrífunes Nature Park er ný og glæsileg frístundabyggð á miðju Suðurlandi. Nánar tiltekið í Skaftártungu sem er ein af sveitum VesturSkaftafellssýslu, miðja vegu milli Víkur í Mýrdal og Kirkjubæjarklausturs. Á þeim slóðum er náttúran stórbrotin og fjölbreytileg frá fjöru til fjalls. Þar sem mætast ís og eldur, skóglendi, sandar, hraun, blómleg byggð, stórbrotin saga og kyrrlátt mannlíf. Skaftártunga er afar falleg, friðsæl og gróðursæl sveit. Þaðan sést til tveggja mikilúðlegustu jökla landsins, Mýrdalsjökuls í vestri og hinn voldugi Vatnajökull, einn af tilkomumestu jöklum á jörðinni liggur fjær til norðausturs.

Útivist og afþreying

Hrífunes Nature Park og landið umhverfis er einkar skemmtilegt útivistarsvæði sem býður upp á marga áhugaverða afþreyingarmöguleika. Leiðin getur m.a. legið í Landmannalaugar, Eldgjá, að Langasjó eða í Lakagíga, svo að nokkur dæmi séu tekin. Líka er hægt að fara á Meðallandsfjöru, Núpsstaðarskóga og Fjaðrárgljúfur sem eru í næsta nágrenni. Einnig er hægt að sækja sér skemmtun og þjónustu í nærliggjandi þéttbýli, Kirkjubæjarklaustur eða Vík í Mýrdal.

Ýmislegt fleira má gera sér til skemmtunar á þessum undrastað og í nágrenni hans. Hægt er að fara í lengri og skemmri gönguferðir, baða sig undir fossi, skoða gervigíga að innan sem utan, fara á fjöru – með Atlantshafið, eins og það leggur sig, fyrir fótum sér eða bregða sér í veiði. Tærar lindir spretta víða undan hrauninu og eru búsvæði ferskvatnsfisks sem vinsælt er að veiða á stöng. Fjölbreyttar gönguleiðir eru í námunda við Hrífunes Nature Park. Ungir sem aldnir eiga því auðvelt með að finna sér gönguleiðir við hæfi.

An overview over hrifunes nature park and it's cabins

Umhverfið er mótað af skriðjöklum í lok ísaldar sem hafa sett sterkan svip á landslagið. Jökulöldur hafa myndað dalverpi og hæðir, hafa lagt til jarðveginn og um leið skapað skjól fyrir íslenska birkið sem dafnar óvíða betur. Um dalbotnana liðast lækir og ár sem gefa kjarrivöxnu landinu fjölbreytilegt yfirbragð. Stórar breiður af bláberjalyngi og krækiberjalyngi er víða finna og gaman er að fara á berjamó þegar fer að líða á sumar og njóta gómsætra afurðanna.

Fallegar vetrarnætur

Á vetrum, þegar sveitin er þakin snjó og norðurljósin brjótast gegnum næturhúmið og dansa yfir jöklunum órafjarri má stytta sér stundir við að telja stjörnurnar eða kanna stjörnumerkin, ellegar kafa enn dýpra í víddir geimsins með stjörnukíki. Ekkert ljós af manna völdum truflar þessa köldu fegurð. Hægt er að nálgast norðuljósaspá hjá Aurora Forecast. Dýralífið í nágrenninu er fjölskrúðugt, þar hreiðra sig fjölbreyttar fuglategundir innan um búfénað bænda í sveitinni og tófan því ekki langt undan.

An overview over hrifunes nature park and it's cabins
KYNNING Á

HRÍFUNES NATURE PARK

Hrífunes Nature Park er ný og glæsileg frístundabyggð á miðju Suðurlandi. Nánar tiltekið í Skaftártungu sem er ein af sveitum VesturSkaftafellssýslu, miðja vegu milli Víkur í Mýrdal og Kirkjubæjarklausturs. Á þeim slóðum er náttúran stórbrotin og fjölbreytileg frá fjöru til fjalls. Þar sem mætast ís og eldur, skóglendi, sandar, hraun, blómleg byggð, stórbrotin saga og kyrrlátt mannlíf. Skaftártunga er afar falleg, friðsæl og gróðursæl sveit. Þaðan sést til tveggja mikilúðlegustu jökla landsins, Mýrdalsjökuls í vestri og hinn voldugi Vatnajökull, einn af tilkomumestu jöklum á jörðinni liggur fjær til norðausturs.

Útivist og afþreying

Hrífunes Nature Park og landið umhverfis er einkar skemmtilegt útivistarsvæði sem býður upp á marga áhugaverða afþreyingarmöguleika. Leiðin getur m.a. legið í Landmannalaugar, Eldgjá, að Langasjó eða í Lakagíga, svo að nokkur dæmi séu tekin. Líka er hægt að fara á Meðallandsfjöru, Núpsstaðarskóga og Fjaðrárgljúfur sem eru í næsta nágrenni. Einnig er hægt að sækja sér skemmtun og þjónustu í nærliggjandi þéttbýli, Kirkjubæjarklaustur eða Vík í Mýrdal.

Ýmislegt fleira má gera sér til skemmtunar á þessum undrastað og í nágrenni hans. Hægt er að fara í lengri og skemmri gönguferðir, baða sig undir fossi, skoða gervigíga að innan sem utan, fara á fjöru – með Atlantshafið, eins og það leggur sig, fyrir fótum sér eða bregða sér í veiði. Tærar lindir spretta víða undan hrauninu og eru búsvæði ferskvatnsfisks sem vinsælt er að veiða á stöng. Fjölbreyttar gönguleiðir eru í námunda við Hrífunes Nature Park. Ungir sem aldnir eiga því auðvelt með að finna sér gönguleiðir við hæfi.

Umhverfið er mótað af skriðjöklum í lok ísaldar sem hafa sett sterkan svip á landslagið. Jökulöldur hafa myndað dalverpi og hæðir, hafa lagt til jarðveginn og um leið skapað skjól fyrir íslenska birkið sem dafnar óvíða betur. Um dalbotnana liðast lækir og ár sem gefa kjarrivöxnu landinu fjölbreytilegt yfirbragð. Stórar breiður af bláberjalyngi og krækiberjalyngi er víða finna og gaman er að fara á berjamó þegar fer að líða á sumar og njóta gómsætra afurðanna.

Fallegar vetrarnætur

As the area is far from large towns with their light pollution, winter offers a good chance to enjoy the stars (with or without a telescope). In addition, you will occasionally, enjoy the Northern Lights. These can be especially impressive when the land is under snow and they perform their dance above the glaciers. Many of Iceland’s birds nest in the area, and occasionally the visitor will come across wild foxes.

The road leading out of hrifunes nature park hotels

AÐKOMAN

Víðáttan virðist engan endi eiga en það er stutt að aka frá Þjóðvegi 1 upp að frístundahúsum Hrífunes Nature Park.

Hrifunes nature park streams and rivers

DALIR

Djúpir, grænir dalir með lækjum og sumarblómum einkenna staðinn.

Hrifunes nature park is covered with lush vegetation

GRÓÐURSÆLD

Gróðurinn einkennist af birkikjarri, villiblómum og hvönn. Í gönguferðum um svæðið má heyra niðinn í lækjunum og finna ilminn af gróðursældinni.

Ef þú vilt vita meira eða hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband. hafa samband.