Skilaboðin þín voru send

Currently unavailable until further notice. Thank you for understanding. If you have any questions, please contact us at info@hrifunesnaturepark.is

An overview of tourist attractions in south of iceland near hrifunes nature park hotel

Gagnvirkt kort af vinsælustu áfangastöðum Suðurlands.

Deila

Suðurland nýtur mikillar hylli erlendra gesta hér á landi og ekki að ástæðulausu. Á Suðurlandi er allt sem gerir Ísland áhugavert að heimsækja. Skapandi listir, sögulegar minjar, framleiðsla beint frá býli og endalausir möguleikar til að njóta útiveru. Hús Hrífunes Nature Park eru á miðju Suðurlandi og því tilvaldar grunnbúðir fyrir ævintýraþyrsta ferðamenn sem vilja kanna hvað suðrið hefur upp á að bjóða. Húsin eru umkringd spennandi gönguleiðum sem leiða til vinsælla áfangastaða eins og Landmannalauga, Fjallabaks, Eldgjáar og Langisjós. Skammt frá eru Jökulsárlón og hið fræga Fjaðrárgljúfur.

Ýmislegt fleira má gera sér til skemmtunar á þessum undrastað og í nágrenni hans. Hægt er að fara í lengri og skemmri gönguferðir, baða sig undir fossi, skoða gervigíga að innan sem utan, fara á fjöru – með Atlantshafið, eins og það leggur sig, fyrir fótum sér eða bregða sér í veiði. Tærar lindir spretta víða undan hrauninu og eru búsvæði ferskvatnfisks sem vinsælt er að veiða á stöng. Fjölbreyttar gönguleiðir eru í námunda við Hrífunes Nature Park. Ungir sem aldnir eiga því auðvelt með að finna sér gönguleiðir við hæfi. Mikið af fuglum verga á svæðinu og reglulega verða ferðamenn varir við refi.

Smelltu hér fyrir gagnvirkt kort með vinsælustu náttúruperlunum í nágrenni Hrifunes Nature Park!

Skildu eftir svar